top of page

Jóhannes Damian Patreksson er listamaður sem er betur þekktur undir listamanna nafninu “JóiPé” en það er nafn sem margir ættu að kannast við. Jóhannes fæddist í Þýskalandi árið 2000 en hann er uppalinn á Íslandi í Garðabæ.

 

Hann lauk menntaskólanámi á myndlistarsviði við Fjölbrautaskóla Garðabæjar og í kjölfar þess fór Jóhannes í Listaháskóla Íslands þar sem hann lærir tónsmíðar í dag.
 

Verk Jóhannesar eru mest megnis expressjónísk, tilfinningin er alltaf í fyrirrúmi og stjórnar því förinni.

 

En þrátt fyrir hans hráa og tilfinningaríka stíl þá gegnir hvert einasta smáatriði lykilhlutverki og hver pensilstroka.

bottom of page